Kalt
Stærð: 50x40 cm.
Tækni: Akrýl og blek á hörstriga.
"Þessi mynd varð til þegar frostið hafði varað svo lengi að sjórinn fraus milli Reykjavíkur og Akraness. Eitthvað sem hefur ekki gerst í 100 ár. Ég notaði ákveðna tegund af bláu bleki svo það glitrar á sum svæðin í myndinni rétt eins og í miklu frosti."
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Sigurður Angantýsson Hólm
Sigurður Angantýsson Hólm (f. 1984) er myndlistarmaður og grafískur hönnuður frá Reykjavík með BA-gráðu í grafík frá Listaháskóla Íslands.
Myndlist Sigurðar er oft draumkennd eða súrrealísk en endurspeglar í senn fegurðina í íslenskri náttúru. Verkin eru ýmist unnin á striga eða grófum pappír og er notast við akrýl, olíu, blek eða vatnsliti.
Sigurður hefur haldið tvær einkasýningar hérlendis og tekið þátt í mörgum samsýningum gegnum tíðina. Hann er með myndlistarstúdíó í Ármúlanum eins og er.