Inn í skóginn: Refur
Stærð: 30x40 cm.
Tækni: Akrýl á striga.
Verkið er úr seríunni "Inn í skóginn". Serían inniheldur verk sem sýna skóga með og án dýra. Listamaðurinn vill að hvert verk sýni skot inn í líf skógarins og vekji ákveðna ævintýra tilfinningu. Undrun, flæði, drungi, friðsæld, kuldi, hlýja og margar aðrar tilfinningar má finna í hverju verki.
Þetta málverk sýnir ref í miðjum vangaveltum með fagra sólargeisla í bakgrunn.
Upplag
Lesa meira.
14 daga skilaréttur
Lesa meira.
Kaupferli og afhending
Lesa meira.
Heimsent eða sótt
Lesa meira.
Magnea Rún Gunnarsdóttir
Magnea Rún Gunnarsdóttir er myndlistamaður fædd árið 1994 og uppalin í Kópavogi. Hún útskrifaðist af listabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og lærði hreyfimyndagerð í Amsterdam á árunum 2016 til 2017.
Hún byrjaði að teikna að unga aldri og síðan að mála árið 2010 en þó ekki af alvöru fyrr en 2018.
Magnea dregur innblástur frá dýrum og náttúru. Útivist og bílferðir veita henni ávallt innblástur sem og tónlist.
Hún hefur notað aðferðir eins og akrýl, olíu, kol, pastel, vatnsliti og digital verk á fjölbreytta grunna, svo sem striga, hör, við, steina, pappír og veggi. Hún vinnur þó aðallega með. . . Lesa meira