
Júlíus H. Sveinbjörnsson
Júlíus H. Sveinbjörnsson
Júlíus Hafsteinn Sveinbjörnsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík en er búsettur á Akureyri. Frá barnsaldri hefur hann verið mikið náttúrubarn og sækir innblástur í nærumhverfið sitt, þar sem fjöll og íslensk náttúra spila aðalhlutverkið. Júlíus er með menntun í kvikmyndagerð en hefur komið við á mörgum sviðum listarinnar. Þar má nefna tónlist, ljósmyndun, húsgagnasmíði og skúlptúr. En málaralistin hefur gripið Júlíus meira en nokkuð annað listform og hefur hann verið að mála í akrýl og olíu, bæði landslag og portrait. Síðan 2021 hefur Júlíus verið að kenna vinsæl námskeið í landslagsmálun á Akureyri.