Kolla, eða Kolbrún Isebarn Björnsdóttir, er fædd í Reykjavík en flytur sem unglingur í Kópavog og býr þar enn. Listin hefur ávallt verið samferða henni, hún var í nokkur ár í Myndlistarskóla Reykavíkur í teikningu, málun og listasögu og við Myndlistarskóla Kópavogs í teikningu og málun. Þá tók við nám í Myndlistar og Handíðarskólanum L.H.Í. árin 1993-97 og útskifast hún frá Málaradeild. Kolbrún fékk styrk til náms á Ítalíu við Accademia di Belle art di Brera Milano árið 1996. Hún er meðlimur í F.Í.M. og Sambandi Íslenskra myndlistarmanna.
Kolbrún vann á Landspítala Háskólasjúkrahúsi til fjölda ára ásamt því að starfa. . . Lesa meira
Kolla, eða Kolbrún Isebarn Björnsdóttir, er fædd í Reykjavík en flytur sem unglingur í Kópavog og býr þar enn. Listin hefur ávallt verið samferða henni, hún var í nokkur ár í Myndlistarskóla Reykavíkur í teikningu, málun og listasögu og við Myndlistarskóla Kópavogs í teikningu og málun. Þá tók við nám í Myndlistar og Handíðarskólanum L.H.Í. árin 1993-97 og útskifast hún frá Málaradeild. Kolbrún fékk styrk til náms á Ítalíu við Accademia di Belle art di Brera Milano árið 1996. Hún er meðlimur í F.Í.M. og Sambandi Íslenskra myndlistarmanna.
Kolbrún vann á Landspítala Háskólasjúkrahúsi til fjölda ára ásamt því að starfa sem listamaður. Hún var um tíma með Gallerý Skruggustein ásamt fleirum og var í samstarfi við önnur gallerý vegna sölu á verkum, einnig hefur hún tekið að sér listskreytingar t.d. á veitingarstöðunum CafeViktor, Tveir fiskar og hjá einkaaðila. Kolbrún var með kynningarsamning hjá Agora Gallery í New York og hjá Vida Artist San Fransisco við mynsturshönnun á textíl.
Einkasýningar hennar eru m.a. Iskunst Osló, Cafe Rue Royale Smáralind og Natuzzi Kópavogi. Samsýningar hjá Á.T.V.R. Kópavogi, Perlan Kópavogi, Gallerý Bílar og list Reykjavík og Hringlist gallerý Keflavík.
Hún hefur einnig tekið þátt í þónokkrum sýningum á netinu. Þær eru George-Lessandra 10th paintings and mixed media exibition, Painting of the year De kunst Collega B.V. Netherlands, C.I.F.A. Competition Agora Gallery fine art competition og Chelsea International fine art.
Þegar kemur að listsköpun finnst henni það að starfa við list, hvort sem það sé myndlist, dans, leikhús eða ritlist, sé aðferð til að skila frásögn eða sögu. Kolbrún telur að ef frásögn eigi að skila sér í myndlist þá þarf ýmislegt að vinna saman eins og hugmynd, tilfinning, form, litir og tákn og ef vel tekst til þá skilar það sér áfram.
Kolbrún hefur lengi notast við tákn í verkum sínum, trúarleg sem og galdratákn. Viðfangsefnið núna er aðdáun hennar á hugmyndaauðgi, skynsemi og þrautseigju mannsins til hjálpar sjálfum sér og öðrum. Hún horfir þar til fortíðar þar sem náttúrujurtir, líkaminn, líffæri og máttur jurta, trúar og galdra eru í aðalhlutverki.
Sýna minna