Shawn Bonsky fæddist í St. Helens, Oregon, en flutti ungur að aldri til Detroit, Michigan. Við 11 ára aldur flutti fjölskyldan aftur, að þessu sinni í dreifbýli Suður-Karólínu. Þessi breyting á högum drengsins átti eftir að verða mesti áhrifavaldurinn í list hans. Í bernsku elskaði hann borgir, strengdar rafmagnslínur og háu byggingarnar allt um kring. Bonsky fékk inngöngu í Florida State háskólann á námsstyrk og viðaði að sér eins mikilli þekkingu og hann gat um veröldina, fegurð hennar og menningu. Þar stundaði hann 3 og hálfs árs nám í myndlist ásamt aukagreinum í goðafræði, erlendum kvikmyndum, heimspeki og stjórnmálafræði.
Nokkrum árum síðar fannst Bonsky hann hafa lært allt sem hann gat á skólabekk. Hann pakkaði því saman eigum sínum og flutti til New York borgar, til að læra um lífið á nýjan og framandi hátt. Í stórborginni flakkaði hann um strætin í leit að fegurð, lærði margt og margvíslegt um lífið, og settist að lokum að í kofahreysi sem hann reisti sér sjálfur í Brooklyn. Að afloknum nokkrum árum í New York greip ævintýraþráin hann á nýjan leik, og í þetta sinn ákvað Bonsky að flytja til Japan. Hann bjó í Hiroshima í nokkra mánuði, hélt þar listsýningu, en uppgötvaði svo að hann saknaði Bandaríkjanna of mikið til þess að dvelja lengur í Japan. Í þetta sinn flutti hann til Philadelphia og varð umsvifalaust ástfanginn af bænum. Þar bjó hann svo næstu 17 árin, þangað til ævintýraþráin dró hann enn eina ferðina út fyrir landsteinana. Hann varði covid-árunum á Írlandi en fluttist að lokum til Íslands árið 2021, þar sem hann býr nú.
Bonsky sækist í sífellu eftir nýjum áskorunum og hugmyndum. Á lífsleiðinni hefur hann varið miklum tíma í að rannsaka ljós og liti, auk þess að kanna sjálfa hugmyndina um fegurð. Hans æðsta markmið er að skapa listaverk sem fólki finnst fallegt, burtséð frá því hvaða þjóðfélagshópi og menngingarheimi það tilheyrir. Þótt markmiðið sé ef til vill ekki raunhæft, þá er það samt sem áður þetta sem hann stefnir að.
Listræn yfirlýsing:
“Ég leitast eftir að endurskapa brúnirnar sem urðu til utan um götin í fortíðinni, þau sem mynduðust og urðu að ívafi í lífi fólks. Mála mynd af aðstæðum sem galdrar fram minningu sem þú áttir kannski einhvern tímann, eitthvað í líkingu við tilfinningu sem vitjaði þín fyrir löngu. Skapa myndir sem gera þér kleift að staðsetja þig í þeim, breyta þeim og nota þær sem bót á gat sem þú berð, gera þína eigin sögu heilli. Í málverkum mínum reyni ég að fanga fegurðina í fölnuðum minningum og draumum. Ég trúi því að sumir hlutir í lífinu séu svo undurfagrir að þeir fái okkur öll til að standa á öndinni. Því má sjá í verkum mínum víðáttu himinsins, fjarlægð sjóndeildarhringsins og ímyndaðar verur. Ég vonast ekki til að búa til augnablik full af mikilleika, heldur augnablik þar sem mikilleikinn verður hversdagslegur og ínáanlegur, augnablik sem áhorfandinn getur staðsett sig í.”
Valdar einkasýningar:
2024 What happens here — Gallerí Laugalækur, Reykjavík
2023
The Crumbled Ones — Núllið Gallery, Reykjavík
2020
50 People 50 Places — Space 1026, Philadelphia PA
2019
Memories of Tomorrow — Benna's Cafe, Philadelphia PA
2016
cold hands, warm hearts — Benna's Cafe, Philadelphia PA
2015
I Have Been — Sales Gaspillée, Philadelphia PA
2013
Feel the Clouds — Rodger Lapelle Galleries, Philadelphia PA
2013 I Thought You Were Here — JuJu Salon, Philadelphia PA
2012
First — Sales Gaspillée, Philadelphia PA
2012 Some Evenings — Benna's Cafe, Philadelphia PA
2012 There Are Creatures in the Wilderness — Green Line, Philadelphia PA
2011
This is How Things Are — Beautiful Blooms Boutique, Philadelphia PA
2011 Somebody Remembers — Benna's Cafe, Philadelphia PA
2010
The Things You Told Me About — Benna's Cafe, Philadelphia PA
2009
over here — Salt Gallery, Philadelphia PA
2008
We can Go — Padlock Gallery, Philadelphia PA
2008 The Philosophers Were Wrong — Benna's Cafe, Philadelphia PA
2008 Looking Back — Conspiracy Showroom, Philadelphia PA
2008
Eyes Full of Lies — AllRise Gallery, Chicago IL
2006
Sometimes the Adventure is in Your Heart — Conspiracy Showroom, Philadelphia PA
2006 Hand me your Hand — Benna's Cafe, Philadelphia PA
2006 Birds Still Fly in the Cold — Loo Gallery, Beckett MA
2005
Here in the Dark — South Philly Athenaeum, Philadelphia PA
2005 Can we be Friends? — Benna's Cafe, Philadelphia PA
2004
Sad Then Glad — Bar Koba, Hiroshima, Japan
2001
Paintings of Robots — Sun Gallery, Tallahassee FL
2001 Just Now — The Werehouse, Tallahassee FL
Valdar samsýningar:
2023
Summer Program — Flæði, Reykjavík, Iceland
2014
Summer Show — Rodger Lapelle Galleries, Philadelphia PA
2013
Fall Group Show — Artists' House Gallery, Philadelphia PA
2013 Sales Gaspillée Anniversary Show — Sales Gaspillée, Philadelphia PA
2012
Summer Show — Rodger Lapelle Galleries, Philadelphia PA
2011
Yet to be Named Fashion Show — The Farm, Philadelphia PA
2011 From Whence We Came — Benna's Cafe, Philadelphia PA
2010
The People We Know — B2 Cafe, Philadelphia PA
2010 The Heart Show — Jinxed, Philadelphia PA
2009
Salt Gallery Winter Show — Salt Gallery, Philadelphia PA
2009 Benna's Cafe 5th Anniversary Show — Benna's Cafe, Philadelphia PA
2009 Best of Benna's — Benna's Cafe, Philadelphia PA
2009 The Heart Show — Jinxed, Philadelphia PA
2008
Treasure Chest — Metaphor Contemporary Art, New York NY
2008 This Show Does Not Exist — The Bean, Philadelphia PA
2007
Paper Pushers — Gallery 1988, San Francisco CA
2007 The Third Annual — Padlock Gallery, Philadelphia PA
2006
Antagonist Presents — Niagara Bar, New York NY
2006 Halloweaster — Padlock Gallery, Philadelphia PA
2006 Danger! Danger! — Niagara Bar, New York NY
2006 The Perfect Man — All Rise Gallery, Chicago IL
2005
Antagonist Presents — Niagara Bar, New York NY
2005 Whatever Huh — Siberia Bar, New York NY
2005 Lubrica Mi Vida — Ashley Gallery, Philadelphia PA

Sýna minna