Aldís Gló Gunnarsdóttir er fædd og uppalinn í Vestmannaeyjum fyrir utan þrjá vetur í Breiðholti á meðan á námsárum móður stóð. Aldís Gló er dóttir fyrrverandi hjónanna Sigríðar Einarsdóttur og Gunnars Marels Eggertssonar. Áhugi Aldísar á handverki byrjaði mjög snemma og kom hún víða við í þeim efnum. Á unglingsárum eyddi Aldís drjúgum tíma í að heimasauma kjóla, prjóna peysur og vinna með heimagerðan leir. Eftir menntaskólann í Vestmannaeyjum lá leiðin til Reykjavíkur þar sem Aldís lagði stund á ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan vorið 2005. Haustið 2006 hóf hún að kenna við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum þar sem hún tók kennsluréttindi á framhalds og grunnskólastigi í fjarnámi samhliða barneignum. Áður en leiðin lá til Noregs vorið 2010 hafði Aldís farið á mörg námskeið í myndlist og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Eftir að til Noregs kom þá ákvað Aldís að láta drauminn rætast og sækja um í listnám við Listaskólann í Álasundi. Það var ekki einfalt fyrir hana að fá inn þar sem einungis 20 voru teknir inn á ári en með því að “sjóða” saman góða ferilmöppu og draga fram í dagsljósið allt “föndrið” þá fékk hún inn og restina vita flestir.
Aldís vinnur mikið með “figurativar” myndir þar sem línur eru skýrar og litirnir sterkir. Í upphafi ferils fannst Aldísi mjög áhugavert að vinna með dýraform og vann mikið með flísalím sem hún steypti á striga og málaði síðan með olíu yfir. Tilgangurinn var að láta verkið “poppa” út þannig að leikur með form og efni var augljós. Litir hafa einnig haft mikið að segja og vinnur Aldís jafnan með grunnlitina óblandaða sem hún síðan þynnir út með fleiri lögum og skyggingum. Dansinn við hið sýnilega og hið ósýnilega hefur jafnan verið til grundvallar í verkunum sem og dulúð og hið augljósa. Lesa má margt út úr ólíku litavali og táknmyndum.
Á tímabili vann Aldís mikið með portret myndir og málaði þá gjarnan fleiri en einn inn á hverja mynd. Fínar línur og ákveðnir drættir voru þá hafði í hávegum og hefur hún upp á síðkastið unnið aðeins með að “losa” pennsilinn. Leyfa verkunum að flæða og bæta inn táknum. Leikur að ljósi og skuggum, hreinum litum og blönduðum er sú tækni sem hún hefur gjarnan unnið út frá. Þroskaferill Aldísar sem listamanns er alltaf að taka stakkaskiptum og enginn veit hvað gerist næst.
Síðastliðið ár hefur Aldís málað hefðbundið kynlíf út frá raunveruleika konu og hefur Aldís þetta að segja um þemað:
„Ég var lengi búin að mála verk sem að ég vissi að væru mjög seljanleg. Verk sem að pössuðu við sófann og jafnvel fylgdu tískunni og það plagaði mig alltaf aðeins. Ég hafði átt nokkuð mörg samtöl við aðra myndlistarmenn í Grósku um að við værum allt of „boring“ og það vantaði alla ögrun í verkin. Ég var sem sagt farin að þyrsta svolítið í að ganga fram af mér og koma mér út úr kassanum. Það var svo einn daginn sem að ég er að ræða þetta við manninn minn og hann sagði bara: „Aldís, hættu að tala um þetta og gerðu það bara“. Þá rann upp fyrir mér að auðvitað væri það rétt hjá honum. Ég fann að ég stóð á tímamótum og nú væri akkúrat passlegt að breyta til, sem ég svo gerði. Ég fór í smá rannsóknarvinnu og áttaði mig á því að það væru ekkert margir á þessari línu. Jú það eru margir sem mála kvenlíkamann en færri sem mála hefðbundið kynlíf.“
Listamaðurinn er félagsmaður í SÍM
Nám:
Listaskólinn í Álasundi, Noregi, Útskriftarár 2013.
Háskóli Íslands. Kennsluréttindi, Útskriftarár 2008
Háskóli Íslands, BS í Ferðamálafræðum, Útskriftarár 2005
1997, stúdentspróf frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Einkasýningar:
Tabú - einkasýning, Gróskusalurinn Garðatorgi í mars 2022
Útskriftasýning, Básar - Vestmannaeyjar, Goslokahelgi í Júní 2013
Einkasýning á Ta det piano (listakaffihúsi), í Álasundi í desember 2011
Samsýningar:
Myndlistafélagið Gróska, í sal Grósku við Garðartorg, Haustsýning 2022.
Tábú/dúett með Gunnari Júlíussyni, Tónlistaskólinn í Vestmannaeyjum, Goslok 2022.
Myndlistafélagið Gróska, Jónsmessusýning sumar 2022
Myndlistafélagið Gróska, í sal Grósku við Garðatorg, Haustsýning 2021
Myndlistafélagið Gróska, í sal Grósku við Garðatorg, Jónsmessusýning 2021
Myndlistafélagið Gróska, í sal Grósku við Garðatorg, Vorsýning 2021
Myndlistafélagið Gróska, í sal Grósku við Garðatorg, samsýning, 2020
Myndlistafélagið Gróska, inni á Garðatorgi, 2019
Listaskólinn í Álasundi, 2013
Myndlistafélag Vestmannaeyja, 2010
Myndlistafélag Vestmannaeyja, 2009
Myndlistafélag Vestmannaeyja, 2008
Myndlistafélag Vestmannaeyja, 2007
Myndlistafélag Vestmannaeyja, 2006
Sýna minna