Karl er fæddur í Reykjavík og starfar sem listmálari og myndlistakennari. Eftir nám í MHÍ hófust störf við garðyrkju hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur en hann kenndi þá einnig á myndlistarnámskeiðum m.a. í Myndlistarskólanum í Reykjavík á kvöldin áður en hann sneri sér alveg að kennslu sem aðalstarfi meðfram myndlistinni.
Við garðyrkjuna kviknaði hjá honum meiri áhugi á naturalisma, var hann oft hugfanginn m.a. af hugmyndinni að gera portrett af trjám, en tréin í kirkjugarðinum voru oft fyrir honum ígildi þeirra sem þar hvíla.
Í myndlistinni fæst Karl mest við að mála með olíulitum, en einnig akrýllitum. Lesa meira
Karl er fæddur í Reykjavík og starfar sem listmálari og myndlistakennari. Eftir nám í MHÍ hófust störf við garðyrkju hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur en hann kenndi þá einnig á myndlistarnámskeiðum m.a. í Myndlistarskólanum í Reykjavík á kvöldin áður en hann sneri sér alveg að kennslu sem aðalstarfi meðfram myndlistinni.
Við garðyrkjuna kviknaði hjá honum meiri áhugi á naturalisma, var hann oft hugfanginn m.a. af hugmyndinni að gera portrett af trjám, en tréin í kirkjugarðinum voru oft fyrir honum ígildi þeirra sem þar hvíla.
Í myndlistinni fæst Karl mest við að mála með olíulitum, en einnig akrýllitum. Undanfarin ár hefur realismi í einhverri mynd verið í aðalhlutverki og hann hoppar á milli þess að mála uppstillingar, dýr og umhverfi, en þungamiðjan hjá honum hefur samt sem áður verið að mála fólk - bæði persónuleg portrett auk þess sem Karl málar eftir pöntunum.
Karl hefur einnig fengist nokkuð við myndskreytingar í barnabækur og tilfallandi teiknistörf. Auk þess að myndskreyta fyrir aðra hefur Karl skrifað og myndskreytt eigin barnabækur og fékk ein þeirra, Sófus og svínið Dimmalimm verðlaun árið 2010.
Það er áhugi á miðlinum sjálfum sem rekur hann áfram og aðrir málarar sem hann hrífst að og löngun til að endurspegla það sem þeir vekja hjá honum. Þau áhrif eru sterkust frá nokkrum af kanónum listasögunnar, ekki endilega samt þær stærstu, en mikið að 19. aldar málurum sem hann metur mest, þeir málarar sem unnu á mörkum naturalisma og impressionisma, t.d. rússneskir og skandinaviskir naturalistar.
Nám
2006-2007: Listaháskóli Íslands, kennslufræðiréttindi.
1997-1999: Nýi tónlistakólinn, söngnám, lauk 5. Stigi.
1989-1993: Myndlista og Handíðaskóli Íslands, fornám og málaradeild.
1985-1987: Myndlistaskólinn í Reykjavík, ýmis námskeið.
1984-1988: FÁ, stúdent af uppeldisbraut.
Einkasýningar
1995: Við Hamarinn.
1996: Gallerí Greip.
1997: Sýning í ÁTVR, Kringlan.
1998: Gallerí Anddyri.
1998: Tólf Tónar.
1999: Sparisjóður Hafnarfjarðar.
1999: Ásmundarsalur.
2003: "Albúm", Hafnarborg.
2005: Grensáskirkja.
2005: Galleri Nordlys, Danmörk.
2007: Gallerí Sævar Karl.
2009: Gallerí Hurðir.
2010: Kaffi Mílanó.
2010: Lindarskóli.
2011: Þjóðmenningarhúsið.
Samsýningar
1993: "1 1 1 1 1 1 1", samsýning í Hlaðvarpanum.
1993: "P-sýningin", samsýning í kjallara Borgarkringlunnar.
1994: "Strákar á stöpli", samsýning í Gerðubergi.
1995: "Gullkistan", samsýning Laugarvatni.
1995: Samsýning vegna opnunar listaskólans við Hamarinn.
1995: "Takt'ana heim", samsýning við Hamarinn.
1996: Gallerí Greip, samsýning vegna lokunar gallerísins.
1997: "Sjálfsímynd karla", samsýning á Mokka.
1997: Samsýning í Ólafsvík.
1998: "Ungir myndlistarmenn", samsýning í listaskálanum Hveragerði.
1999: "Stadt blumen", samsýning í kirkjugarði í Hannover, Þýskalandi.
2001: Ómar Smári og Karl Jóhann, samsýning á Mokka September.
2003: "Fólk, tré og ávextir", Gallerí Hlemmur.
2003: "Ferðafuða", Kjarvalstaðir.
2004: Reykjavíkurakademian.
2005: "Gullkistan", samsýning Laugarvatni.
2006: Sumarsýning í Þykkvabæ.
2008-2011: Farandsýning í USA, "The New Reality".
2008: "Ljósmyndin, málverkið, portrettið", Listasafn Reykjanesbæjar.
2005-2011: "Þetta vilja börnin sjá", myndskreytingar (með hléum).
2018: "Portrait Nu", Friðriksborgarkastali, Kaupmannahöfn.
2020: "Allt sem sýnist – raunveruleiki á striga", Kjarvalsstaðir.

Sýna minna