Fyrstu skrefin í myndlist tók Sigrún upp úr 1995 með háskólanámi. Árið 2000 flutti hún til Montreal í Kanada og ákvað að helga sig að fullu myndlistinni. Sigrún fór fyrst í Saidye Bronfman Center for the Arts, þar sem hún var í 2 ár og í framhaldinu í Concordia Háskólann í Montreal, í myndlistardeild. Eftir útskrift 2008 var hún heilluð af fjölbreyttni í teiknilist og næstu árin var teikningin áberandi í verkunum.
Verkin frá þessum tíma sýna rannsókn á tengslum í lokuðum heimi þar sem orsök og afleiðingar skipta mál, í heimi breytinga. Þessi heimur er. . . Lesa meira
Fyrstu skrefin í myndlist tók Sigrún upp úr 1995 með háskólanámi. Árið 2000 flutti hún til Montreal í Kanada og ákvað að helga sig að fullu myndlistinni. Sigrún fór fyrst í Saidye Bronfman Center for the Arts, þar sem hún var í 2 ár og í framhaldinu í Concordia Háskólann í Montreal, í myndlistardeild. Eftir útskrift 2008 var hún heilluð af fjölbreyttni í teiknilist og næstu árin var teikningin áberandi í verkunum.
Verkin frá þessum tíma sýna rannsókn á tengslum í lokuðum heimi þar sem orsök og afleiðingar skipta mál, í heimi breytinga. Þessi heimur er ekki okkar, við erum hans.
Samhliða listastarfi, hönnunar og frumkvöðlastarfi næstu árin lauk Sigrún MA í menningarstjórnun frá háskólanum á Bifröst 2012.
Undanfarin ár hefur hún fært sig meira í tilraunir með stafrænar aðferðir og að endurvinna teikningar stafrænt í bland við ljósmyndun með áherslu á endurtekningu, skala og andstæður í tengslum við hreyfingu í tíma og rými. Verkin bjóða innlit í veröld kerfa og tilfinninga, kerfa sem eru óháð, sjálfstæð og leiða áhorfandann til að að tengja.
Sigrún hefur á þessum tíma tekið þátt í fjölda sýninga og viðburða.
Einkasýningar
2008: "Worldbook", Visual Voice Gallery, Montreal, Canada.
Samsýningar
2020: "KANILL", Jóla-Listamessa SÍM, Reykjavík.
2014: "FKA konur sýna í Norræna húsinu", Hönnunarmars, Reykjavík.
2009: "Artartar" articule, Montreal, Canada.
2008: "The Stamp Show", A groupshow at the Visual Voice Gallery, Montreal, Canada.
2007: Gallery FOFA, Montreal, Canada.
2005: "Peinture Fraiche", Art Mur gallery, Montreal, Canada.
2005: "Greater than One", VAV Gallery, Montreal, Canada.
2004: "Erosion of the Private", Art Matter Festival, Montreal, Canada.
Menntun
2008: BFA, Myndlistarnám, Concordia háskóla, Montreal, Kanada.
2012: MA, Menningarstjórnun, Háskólinn á Bifröst.
Verðlaun
2008: Valin í "emerging artist viewing program" við New York Drawing Center.
2005: Drawing Award, Concordia University
2005: Valin Í sýninguna "Peinture Fraiche" í Gallerí Art Mur, Montreal, Kanada fyrir hönd Concordia University.

Sýna minna