Fanný María Brynjarsdóttir fæddist á Akureyri árið 1967. Fyrstu árin bjó hún í Hrísey, perlu Eyjafjarðar, en fluttist níu ára gömul til Akureyrar og hefur búið þar nær óslitið síðan.
Ung að árum smitaðist hún af listabakteríunni og hefur í gegnum árin sótt ýmiss konar kvöldnámskeið hjá Myndlistarskólanum á Akureyri, svo sem módelteikningu, málun og andlitsmálun. Einnig vatnslitanámskeið hjá Ólafi Sveinssyni listamanni.
Fanný María útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2020.
Fanný María er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Myndlistarfélaginu á Akureyri og Gilfélaginu. Hún er með vinnustofu í miðbæ Akureyrar og fæst aðallega við olíumálun og. . . Lesa meira
Fanný María Brynjarsdóttir fæddist á Akureyri árið 1967. Fyrstu árin bjó hún í Hrísey, perlu Eyjafjarðar, en fluttist níu ára gömul til Akureyrar og hefur búið þar nær óslitið síðan.
Ung að árum smitaðist hún af listabakteríunni og hefur í gegnum árin sótt ýmiss konar kvöldnámskeið hjá Myndlistarskólanum á Akureyri, svo sem módelteikningu, málun og andlitsmálun. Einnig vatnslitanámskeið hjá Ólafi Sveinssyni listamanni.
Fanný María útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2020.
Fanný María er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Myndlistarfélaginu á Akureyri og Gilfélaginu. Hún er með vinnustofu í miðbæ Akureyrar og fæst aðallega við olíumálun og akrýlmálun, en einnig einþrykk og vatnslitamálun. Fanný María hefur kennt á akrýlmálun á námskeiðum og myndlist í grunnskóla.
Námsferill:
Myndlistaskólinn á Akureyri, fagurlistadeild, 2017-2020
Verkmenntaskólinn á Akureyri, myndlistabraut, 2013-2017
Sýningar:
2022: Deiglan, Gilfélagið, Akureyri – Einkasýning
2022: Mjólkurbúðin – Salur Myndlistarfélagsins – Einkasýning
2021: Deiglan, Gilfélagið, Akureyri – Samsýning
2021: Hárið, Akureyri - Einkasýning
2021: Verbúðin 66 - Einkasýning
2020: Hárið, Akureyri – Einkasýning
2020: Útskriftarsýning Myndlistaskólans á Akureyri
2019-2019: Nemendasýningar Myndlistaskólans á Akureyri
2017: Útskriftarsýning listnámsbrautar VMA
2014-2016: Nemendasýningar listnámsbrautar VMA

Sýna minna