Helga Sigurðardóttir er fædd í Hafnarfirði en ólst upp í Kópavogi frá barnsaldri. Bakgrunnur Helgu sem listamaður liggur í fjölda námskeiða í Myndlistarskóla Kópavogs. Árið 2015 útskrifaðist hún með BA gráðu í listfræði við HÍ og árið 1986 útskrifaðist hún sem sjúkraþjálfari við HÍ. Helga rekur nú Art Gallery 101 ásamt 14 öðrum listakonum. Í 60. tölublaði International Artist Magazine var birt 10 bls. grein um listsköpun hennar.
Náttúran liggur oft að baki verkanna, sem eru þó að mestu tjáð í abstrakt formum. Náttúra Íslands og afskekkt eyja Bahamas koma sterkt inn sem áhrifavaldar í verkunum. Skærir litir og bláminn af hafinu í suðrinu, þar sem Helga hefur margsinnis dvalið og hin kyngimagnaða íslenska náttúra með flæðandi fossum, stórbrotnum jöklum og eldgosum, sitja í undirmeðvitundinni. Innsæið og flæði litanna leiða Helgu áfram við listsköpunina, sem er tjáð í anda abstrakt expressionisma. Flæði er lykillinn í listsköpuninni. Helga málar einnig landslag og uppstillingar á expressionískan hátt þar sem lögð er áhersla á kröftuga liti og flæði. Olía á striga, ál og tréplötur, og vatnslitir á pappír og striga, eru aðalmiðlarnir. Einnig er blönduð tækni fyrir hendi með notkun leirs og fleiri miðla. Helga hefur einnig unnið þrívíð pappamassaform úr vír og japönskum vatnslituðum pappír, svokallaða ljósaskúlptúra. Ljós fyrir innan skúlptúrinn lýsir upp litina og úr verður ljós- og skuggaspil út fyrir verkið.
Helga er með vinnustofu á Smiðjuvegi 74 í Kópavogi og er þar hægt að nálgast listaverkin.
Sýningar
2002: Lækjarás, Reykjavík – einkasýning – vatnslitir.
2002: Gallerý 5, Reykjavík – samsýning – vatnslitir.
2004: Gallerý 5, Reykjavík – samsýning – vatnslitir.
2005: "Natobase", Keflavík – samsýning – vatnslitir.
2005: "Vor undir jökli", Hellnar, Snæfellsnes – samsýning – vatnslitir.
2005: "List án landamæra", Lækjarás, Reykjavík – samsýning – vatnslitir.
2005: Remax, Reykjavík – samsýning – vatnslitir.
2005: "Orkuflæði lands og fjalla", Saltfisksetrið, Grindavík – einkasýning – vatnslitir.
2005: "Orkuflæði lands og fjalla", Café easy, Reykjavík – einkasýning – vatnslitir.
2006: "Orkuflæði", Mubla, Kópavogur – samsýning – olíulitir.
2006: "Tvær i einu höggi", Art-Iceland.com – samsýning – vatnslitir.
2006: 40A 42D, Reykjavík – samsýning – olíulitir.
2007: Miðstöð símenntunar, Hafnarfjördur – samsýning – olíulitir.
2007: "Mar", Art-Iceland.com, Reykjavík – einkasýning – olíulitir.
2007: "Mar", Thorvaldsen Bar, Reykjavík – einkasýning – olíulitir.
2007: ART 11, Kópavogur – samsýning – olíulitir.
2008: "Hústaka", Kópavogur – samsýning ART 11 – olíulitir.
2008: "Blátt og bleikt", Saltfiskssetrið, Grindavík – einkasýning – vatnslitir og olíulitir.
2009: "Blátt og bleikt", Lækjarás, Reykjavík – einkasýning – vatnslitir og olíulitir.
2010: "Fruss og Flæði", Listasal Iðu, Reykjavík – einkasýning.
2010: "Fruss og Froða", Sjoppan, Reykjavík – einkasýning.
2010-2011: "Meira Frusss og Flæði", Eldhrímnir, Reykjavík – einkasýning.
2011: "Eldrautt", Lækjarás, Reykjavík – einkasýning – vatnslitir og olíulitir.
2012: "Eldrautt", Café easy, Reykjavík – einkasýning – vatnslitir og olíulitir.
2014: "Um býflugurnar og blómin", Anarkía - einkasýning - vatnslitir og ljósaskúlptúrar.
2015: "Um býflugurnar og blómin", Dalakaffi – einkasýning – vatnslitir og ljósaskúlptúrar.
2016: "Spíralar og Sprengingar", Turninn, Smáratorgi – vatnslitir, olíulitir og ljósaskúlptúrar.
2016: "Best of Iceland", NYVIDD Dutch Design Week 2016, Eindhoven – samsýning – ljósaskúlptúrar.
2018: "Eilíft Blik", Safnaðarheimili Kópavogskirkju - vatnslitir, olíulitir og ljósaskúlptúrar.
2019: Art67 – samsýning - vatnslitir á striga.
2019: The 1st International Watercolor Exhibition and Festival og IWS Finland 2019.

Sýna minna