
Ragnar Hólm Ragnarsson
Ragnar Hólm fæddist á Akureyri 1962. Síðasta áratuginn hefur hann haldið 17 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Hann málar jöfnum höndum með vatnslitum og olíu. Ragnar hefur sótt vinnustofur og námskeið á Íslandi, í Svíþjóð, Finnlandi, Ítalíu og á Spáni.
Um list mína
Ég mála á hverjum degi og tek litina með mér hvert sem ég fer. Að mála með lituðu vatni skapar ákveðið hugarástand og minnir ögn á hugleiðslu. Vatnslitir eru gagnsæir og dansa umhverfis kjarna málsins sem er hvítur pappírinn. Vatnslitirnir eru róandi og endurnæra sálina. Olían er aftur á móti þung glíma. Litirnir slást um athygli á striganum, formin taka stöðugum breytingum uns allt dettur loks í dúnalogn í æpandi samhljómi.
Einkasýningar:
Mjólkurbúðin, Akureyri: Torleiði, október 2020
Deiglan, Akureyri: KÓF, maí 2020
Kaktus, Akureyri: (soldið) Erlendis, október 2019
Mjólkurbúðin, Akureyri: Sumarljós, maí 2019
Deiglan, Akureyri: Hauströkkur, nóvember 2018
Deiglan, Akureyri: Birtuskil, nóvember 2017
Menningarhúsið Berg, Dalvík: Litbrigði landsins, ágúst 2016
Listhús Ófeigs, Reykjavík: Að norðan, apríl 2016
Deiglan, Akureyri: Upprisa, október 2015
Mjólkurbúðin, Akureyri: Vetur að vori, apríl 2015
Háskólinn á Akureyri: Sitt sýninst hverjum, nóvember 2014
Populus tremula, Akureyri: Loftið & landið, júní 2014
Populus tremula, Akureyri: Dagur með Drottni, nóvember 2013
Jónas Viðar Gallerí, Reykjavík: Afmælissýning 5/50/150, desember 2012
Populus tremula, Akureyri: Afmælissýning 5/50/150, nóvember 2012
Gallerí LAK, Akureyri: Afmælissýning 5/50/150, október 2012
Populus tremula, Akureyri: Birtan á fjöllunum, maí 2011
Populus tremula, Akureyri: Sérðu það sem ég sé, mars 2010
Samsýningar:
Hälleforsnäs, Svíþjóð; september til nóvember 2020
Fabriano, Ítalíu: Fabriano in Acquarello, maí 2020
Helsinki, Finnlandi: Arte Nordica Fabriano í Galleria Akvart, 29. júlí til 11. ágúst 2019
Haapsalu, Eistlandi: 22nd ECWS Exhibition, ágúst 2019
Helsinki, Finland: IWS Exhibition, júlí 2019
Kiev, Ukraine: Miniwatercolor, júní 2019
Fabriano, Ítalíu: Fabriano in Acquarello, apríl 2019
Candelario, Spáni: Samsýning með spænskum vatnslitamálurum, október og nóvember 2018
Helsinki, Finnlandi: Arte Nordica Fabriano í Galleria Akvart, ágúst og september 2018
Deiglan, Akureyri: Abstrakt, með Kristjáni Eldjárn, júní 2018
Fabriano, Ítalíu: Fabriano in Acquarello, maí 2018
Norræna húsið, Reykjavík: Watercolour Connections, nóvember og desember 2017
Deiglan, Akureyri: Lifandi vatn, með Guðmundi Ármann, desember 2016
Avignon, Frakkland: 19th ECWS Exhibition, nóvember 2016
Salur Myndlistarfélagsins: Grasrótarsýning, mars 2015
Á Snæfellsnesi
Bæta við á óskalistann
Stærð: 18x28 cm, án ramma.
Ath: Selst án ramma.
Tækni: Vatnslitir á 300 gsm pappír.
Vatnslitamynd sem varð til á ferðalagi um Snæfellsnes sumarið 2020.
39.000 kr
Hraundrangi
Bæta við á óskalistann
Stærð: 18x28 cm.
Ath: Selst án ramma.
Tækni: Vatnslitir á 300 gsm pappír.
Hraundrangi í Öxnadal er spennandi viðfangsefni sem ég hef glímt við nokkrum sinnum. Þessi er máluð sumarið 2020.
39.000 kr
Dyrfjöll
Bæta við á óskalistann
Stærð: 18x28 cm, án ramma.
Ath: Selst án ramma.
Tækni: Vatnslitir á 300 gsm pappír.
Ég fer á Borgarfjörð eystra á hverju sumri og hef vatnslitina með mér. Þessi mynd er af Dyrfjöllum undir skýjabakka.
39.000 kr
Kirkjufell
Bæta við á óskalistann
Stærð: 18x28 cm, án ramma.
Ath: Selst án ramma.
Tækni: Vatnslitir á 300 gsm pappír.
Málað á Grundarfirði sumarið 2020.
39.000 kr
Loka