
Kalman le Sage De Fontenay
Kalman Le Sage de Fontenay er uppalinn við Hvolsvöll en flutti ungur til Reykjavíkur. Hann varð stúdent af myndlistasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1983. Nám í listum við University of Washington State Art dep. 1985-86. Kalman lauk námi í grafískri hönnun árið 1988 frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands(LHÍ).
Frá 1986-1991 starfaði Kalman á auglýsingastofum. Var við störf sem hönnuður og teiknari hjá Sjónvarpinu frá 1991-2015 auk þess að leggja stund á vatslitamálun. Hefur sinnt vatnslitamálun og stafrænni klippimyndagerð undanfarin ár.
Vatnslitamyndir Kalmans eru unnar á hefðbundinn hátt með vatnslitum á vatnslitapappír. Stafrænu myndirnar eru unnar í tölvu (e.Photomontage). Má segja að listamaðurinn noti tölvu í stað blýants, pensils og lita. Þannig vinnur Kalman myndir sínar og lætur prenta þær út á striga.
Íslensk náttúra, birta og litir hafa verið Kalman innblástur í vatnslitamyndunum. Stafrænu myndirnar eru hugsaðar sem tilraun til að fara aftur í tíma og skapa augnablik sem gæti hafa gerst.
Sýningar:
1989: Hlíðarendi - Hvolsvelli
2014: Sögusetrið- Hvolsvelli
2015: Café Mezzo - Lækjargötu, Reykjavík