
Inga Rósa
Ingigerður Kristinsdóttir(Inga Rósa) fæddist á Stykkishólmi, 1968. Alin upp í Reykjavík, Íslandi og Sneek, Hollandi en er búsett í Hafnarfirðinum í dag.
Inga Rósa byrjaði ung að fást við teikningu og málun. Í Hollandi upplifði hún stóru meistarana í myndlistinni og tileinkaði sér fljótlega að nærast á myndmáli þeirra og aðferðum. Hún hefur sótt fjölda námskeiða bæði hér heima á Íslandi sem og þegar hún var búsett í Hollandi. Meðal námskeiða sem hún hefur sótt eru, teikningar, portrait, olíumálun, frjáls óhefðbundin málun og listasaga.
Í dag fæst hún að mestu við olíu og vatnslita akrýl málun og sækir þá sérstaklega í fígúratíf og íslenskt landslag í verkum sínum.
Inga Rósa hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar.
Helstu sýningar eru:
Menninganótt Reykjavík, Svarta Pakkhúsið Keflavík, Harpan Tólistahús, Café Milanó, 1og8 Gallerý Guð og dýrin, Menningasal Hrafnistu Hafnarfirði, Ljósanótt Keflavík, Skálholt og Art 67.
Einnig fjölda samsýninga á vegum félagsins Litka og Myndlistafélags Reykjanesbæjar.