
Hjalti Parelius
Hjalti Parelius er fæddur 1979 í Reykjavík. Hann stundaði nám á listnámsbraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og síðar við Danmarks Designskole.
Hjalti hefur unnið sem grafískur hönnuður auk þess að leggja stund á málaralistina.
Um verk sín segir Hjalti að hann líti á sig sem pistlahöfund sem málar. Umfjöllunarefnið er oft fréttir líðandi stundar og önnur mál sem hann vill segja álit sitt á. Það álit sé ekki endilega hið eina rétta, satt eða óhlutdrægt. Verk Hjalta hafa þróast frá því að vera einskonar yfirlýsing yfir í að vera sögur líðandi stundar. "Ég fæ innblástur frá mörgum og þar er Erró efstur á lista ásamt Roy Lichtenstein, Andy Warhol, Öyvind Fahlström og fleiri popp listamönnum ásamt því að leita að innblæstri í mínu eigin samfélagi".