
Haukur Örn
Haukur Örn
Haukur Örn er fæddur 1972 og óslst upp á sveitabænum Súluvöllum á Vatnsnesi í mikilli náttúrufegurð. Það má sjá þess glögg merki í verkum hans að sveitin og náttúran á stóran sess í hjarta hans.
Haukur Örn málar nær eingöngu með olíu á striga. "Olían og eðli hennar er eitthvað sem höfðar til mín. Tíminn sem þarf að gefa sér í verkin og hvernig olíumálverk er orðin eitthvað svo varanleg þegar þau eru orðin tilbúin heillar mig."
Sem unglingur og fram á fullorðinsár teiknaði Haukur Örn mikið blýant og var oft að leika sér með samspil. . . Lesa meira
Tvö ein saman
Stærð: 30x40 cm.
Tækni: Olía á striga (hör).
Stundum er veröldin flókin í einfaldleika sínum og stundum þarf ekki nema svartan og hvítan lit til að túlka allt litróf veraldarinnar.
30.000 kr
Darraðardans
Stærð: 50x40 cm.
Tækni: Olía á striga.
Fegurð kríunnar er ótvíræð en. lífsbarátta hennar er hörð. Hér er fangað augnablik í líf kríunnar þar sem hún undirbýr sig fyrir komandi tíma.
48.000 kr