
Guðrún Birna le Sage
Guðrún Birna le Sage de Fontenay hannar og vinnur þessa þrívíðu textíl-skúlptúra á striga með blandaðri tækni. Verkin leika skemmtilega með ljós og skugga og eru tilvalin til að bæta hljóðvist rýmis og skapa minimalíska stemningu.
Guðrún Birna hefur grúskað við sköpun af ýmsu tagi. Hún hefur komið að sjónvarpsgerð, tónlistarsköpun og skrifum. Hún starfar í dag sem markþjálfi og leiðir fólk í innri vinnu, að skoða ljós sitt og skugga, læra inn á þær krumpur og mynstur sem móta okkur og gera að þeim einstöku mannverum sem við erum. Verkin eru skírskotun í okkar innra landslag og lífsreynslu.
Verkin kallar hún Krumpur og þau skapar hún á vinnustofu sinni í Laugardalnum, innblásin af mennskunni og fegurðinni í öllu litrófi hennar.
Guðrún Birna hefur grúskað við sköpun af ýmsu tagi. Hún hefur komið að sjónvarpsgerð, tónlistarsköpun og skrifum. Hún starfar í dag sem markþjálfi og leiðir fólk í innri vinnu, að skoða ljós sitt og skugga, læra inn á þær krumpur og mynstur sem móta okkur og gera að þeim einstöku mannverum sem við erum. Verkin eru skírskotun í okkar innra landslag og lífsreynslu.
Verkin kallar hún Krumpur og þau skapar hún á vinnustofu sinni í Laugardalnum, innblásin af mennskunni og fegurðinni í öllu litrófi hennar.
Krumpur 02
Bæta við á óskalistann
Stærð: 60x60 cm Tækni: Textíl-skúlptúr á striga með blandaðri tækni. Verkið er skírskotun í okkar innra landslag og lífsreynslu, innblásið af mennskunni og fegurðinni í öllu litrófi hennar. Verkið leikur skemmtilega með ljós og skugga, tilvalið til að bæta hljóðvist rýmis og skapa minimalíska...
89.900 kr
Krumpur 01
Bæta við á óskalistann
Stærð: 30x30 cm
Tækni: Textíl-skúlptúr á striga.
Verkið er skírskotun í okkar innra landslag og lífsreynslu, innblásið af mennskunni og fegurðinni í öllu litrófi hennar. Verkið leikur skemmtilega með ljós og skugga, tilvalið til að bæta hljóðvist rýmis og skapa minimalíska stemningu.
49.900 kr