
Fríða Freyja
Fríða Freyja Kristín Gísladóttir fæddist í Reykjavík árið 1959. Listrænu hæfileikar Fríðu Freyju komu snemma í ljós og þegar hún var aðeins sextán ára átti hún stæðsta málverk á íslandi, útilistaverk á framhlið fiskvinnslunnar, Ísbjörninn, á Seltjarnarnesi.
Fríða Freyja stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og við La esculea de artes y officios á Spáni ung að árum, en snemma fór hún að vinna sem fyrirsæta og í kjölfarið sem stílisti og liststjóri fyrir hin ýmsu verkefni. Fríða Freyja hefur unnið að málverkinu síðastliðin tuttugu ár og numið hjá Hörpu Björnsdóttur og Bjarna Sigurbirnssyni ásamt því að reka gallerí ART67 ásamt 13 öðrum listamönnum í tíu ár. Fríða hefur einnig haldið fjórtán einkasýningar þar á meðal í Hannesarholti 2017 “ Niðurhal LJóssins” Gallerí Göng 2019 “ Ljósið Líkamnað” og tvær sýningar á þessu ári 2020 “ Ný Jörð” ásamt því að taka þátt í “KANILL” jóla - listamessu, sem er á vegum SÍM, sambandi íslenskra myndlistamanna, sem hún er félagi í. Fríða hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum.
Verk Fríðu Freyju hafa farið viða um heiminn og fengið umfjöllun í þekktu tímariti sem er styrkt af Harward og fer inn á helstu listasöfn í Bandaríkjunum. Einnig eru verkin hennar notuð sem sjónheilun í tónheilunarmiðstöð í Encinitas í Kaliforníu. Fríða vinnur með að hlaða niður Ljósinu og er þekkt fyrir verkin hennar sem bera heitið “ Niðurhal Ljóssins”. Nú hefur nýtt þema tekið við og “ Ný Jörð” er að hlaðast niður af miklu kappi og er krafturinn í verkum hennar að stigmagnast. Það hefur alltaf verið ásetningur hennar að veita áhorfandanum vellíðan. Að hlaða niður þeim veruleika þar sem við lifum í vitund í tengslum við okkar æðra sjálf.