
Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir
Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir
Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir (f.1991) útskrifaðist af myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2015. Hún hefur starfað í Reykjavík, Leipzig og Berlín. Andrea hefur tekið þátt í margskonar samstarfsverkefnum og hefur unnið í nánum tengslum við ýmsa listhópa. Helstu sýningar og verkefni sem hún hefur komið að eru meðal annars kollektífið Computer Spirit (Andrea, Freyja Eilíf, Heiðrún G. Viktorsdóttir og Sigthora Odins) Listrænar rannsóknir þeirra voru kynntar sem fasafléttu er leiða saman hugmyndir úr heimum myndlistar, frumefna, fjölvíddar og fjölkynngis. Einnig vann hún í nánu samstarfi við Anton Loga Ólafsson, í gjörningatvíeykinu Óþokkarnir, starf þeirra samanstóð af fimm sýningum og tveggja mánaða vinnustofudvöl. . . Lesa meira