
Álfheiður Ólafsdóttir
Álfheiður Ólafsdóttir grafískur hönnuður. Álfheiður Ólafsdóttir lauk prófi í grafískri hönnun frá Myndlista og handíðaskólanum vorið 1990. Hún hefur haldið þó nokkrar einkasýningar og verið þátttakandi í samsýningum víða. Hefur rekið gallerý ásamt fleiri listamönnum. Verk hennar hafa farið víða um heim.
Álfheiður er alin upp austur í Fljótshlíð. Að vera alin upp í sveit er gott veganesti fyrir listamann. Þar sem sterk ítök íslenskrar þjóðtrúar er ríkjandi. Hún vinnur málverkin eftir ákveðnum þema stundum álfamyndir með skírskotum í þjóðsögurnar, landslagsmyndir, dýramyndir eða abstrakt, allt eftir því hvert andinn blæs í hvert og eitt sinn. Álfheiður hefur einungis unnið verk sín í olíu því að sá miðill hefur heillað hana mest. Henni finnst að málverkið verði að fá að þróast á löngum tíma til þess að ná þeim áhrifum sem hún óskar.
Álfheiður er í stjórn Grósku myndlistafélagi Garðabæjar og Myndlistafélagi Árnessýslu.
Sýningar:
2013 - Kaffi Loki - Reykjavík
2013 - Gallerý Ormur - Hvolsvelli
2013 – Mokka kaffi - Reykjavík
2013 – Listhús Ófeigs - Reykjavík
2009 - Gallerý Ormur - Hvolsvelli
2008 - Saltfisksetrið - Grindavík
2007 - Geysir, Bistro Bar - Reykjavík
2007 – Líf framundan - Art-Iceland, Reykjavík
2007 – Líf framundan - Listasetrið, Kirkjuhvoli
2007 – Álfar og tröll - Bókasafnið, Selfossi
2007 – Álfar í mannheimum - Thorvaldsen Bar,
2005 - Gimli Manitoba
2002 - Kaffi Langbrók - Fljótshlíð
2000 - Gerðuberg - Reykjavík
1998 - Listakot - Reykjavík
Samsýningar
2014 - Hlaðan - Gufunesbæ
2008 - 2010 - Normx húsið, Reykjavík
2009 - Hlaðan - Gufunesbæ
2006 – List hjartans – Art-Iceland, Reykjavík
2006 - Mublan - Kópavogi
2005 - Nato Base - Keflavík
2005 - Vor undir jökli - Hellnum, Snæfellsnesi
2005 - List án landamæra - Reykavík
2005 - ReMax - Reykjavík
2002 - Gallerý Nr. 5 - Reykjavík
Árið 2000 gaf Álfheiður út barnabókina Grímur og sækýrnar.