
Aldís Rún
Aldís Rún
Aldís Rún er fædd og uppalin á Akureyri en flutti í Mosfellsbæ í árslok 2018 og hóf þar nám í stafrænni hönnun en hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á tölvuleikjum og teiknimyndum en þaðan sækir hún innblástur í verkin sín.
Aldís er sjálflærð í listmálun en nýtir sér aðferðir úr þrívíddarvinnslu við gerð á málverkunum, svo sem áferðir, skugga og þrívídd.
Aldís útskrifaðist úr stafrænni hönnun í maí 2020 og hefur hún frá þeim tímamótum sýnt og selt verk sín.