
Aksel Berglund
Aksel Berglund
Aksel Berglund er fæddur og uppalinn í Reykjavík og er hálfur Svíi og hálfur Íslendingur. Hann hefur teiknað frá því að hann man eftir sér og seinna meir fór hann að vinna við að gera húðflúr og hefur gert það síðan 2012. Seinna byrjaði Aksel að mála og hefur verið önnum kafinn við það síðan.
Innblásturinn kemur aðallega frá graffiti senunni og götulist en einnig frá klassískum málurum gegnum tíðina, þá helst John Singer Sargent, Caravaggio, Dali, Manet og Diego Velazquez.
Aksel hefur tekið þátt í samsýningum og haldið eina einkasýningu.