
Adib Sheikh Ahmadi
Adib Sheikh Ahmadi
Adib fæddist í Sanandaj, Íran, sem er listræn borg og nefndi UNESCO hana skapandi tónlistarborg (UNESCO Creative City of Music). Þegar Adib var 3 ára sýndi hann mikla löngun til að teikna og mála og hvöttu foreldrar hans, sem sjálf eru listamenn, hann áfram. Adib ólst upp mestan hluta ævi sinnar í borginni og hafði umhverfið, fjölskyldan og borgin áhrif á hann til að æfa sig meira og meira hvern dag.
Adib hefur sjálfur lært að mála og teikna á þessum árum en þegar hann var 13 ára fór hann í meistaranám til að fá kennslu og læra mismunandi stíla málaralistar.